Deilt um getnaðarvarnir í BNA

Deilt um getnaðarvarnir í BNA

Kaþólska kirkjan og fleiri gagnrýna forsetann harðlega. Hann dró í land en ekki nóg að mati margra kirkjunnar manna.
Forsetinn og ráðgjafar hafa að margra mati ekki haldið nægilega vel á spilunum til að fá almenningsálitið með sér í þessu sjóðheita pólitíska máli, en breytingarnar eru hluti af nýjum heilbrigðislögum.

 Biskupar og fleiri forystumenn kaþólsku kirkjunnar segja að hér sé um trúfrelsi að tefla og stjórnarskrárvarinn réttindi. Stjórnvöld geti til dæmis ekki skyldað háskóla eða sjúkrahús sem tengjast kirkjunni til að greiða kostnað við getnaðarvarnir sem kvenkyns starfsmenn þeirra nota.

Forsetinn og aðrir þeir sem styðja þessar breytingar segja að hér sé einfaldlega verið að veita grundvallar heilbrigðisþjónustu við konur og hún eigi heima í þeim sjúkratrygginum sem starfsmenn njóta hjá vinnuveitendum. Það sé rangt að gera þetta að pólitísku bitbeini.

Frambjóðendur Repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins hafa að sjálfsögðu gagngrýnt forsetann harðlega. Hvíta húsið dró í land með því að skylda ekki lengur háskóla, sjúkrahús og fleiri stofnanir á vegum kirkjunnar til að greiða kostnað við getnaðarvarnir kvenna í þeirra þjónustu. Tryggingafélögin eiga að borga brúsann í staðinn. Kaþólskir biskupar sögðu þetta litlu breyta um andstöðu sína. Samkvæmt hinni nýjun könnun á vegum CNN eru flestir kaþólikkar hinsvegar ósammála forystu kirkjunnar um að það sé rangt og stríði gegn trúnni að nota getnaðarvarnir, samkvæmt ruv.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri