Byrjað að fjarlægja PIP púða

Byrjað að fjarlægja PIP púða

Talið er að um 440 konur hér á landi séu með púðana, en af þeim fengu 393 bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem boðið var að láta fjarlægja púðana úr þeim á Landspítalanum. Nýir sílíkonpúðar verða ekki settir í konurnar í sömu aðgerð.

 

Af þessum 393 konum hafa 154 leitað til Krabbameinsfélags Íslands og farið í ómskoðun vegna brjóstafyllinganna. Samkvæmt nýjustu tölum frá landlæknisembættinu hafa 89 þeirra, eða 58 prósent, greinst með leka púða.

Hlutfall lekatíðni hefur lækkað töluvert frá því að fyrstu skoðanirnar voru framkvæmdar á Leitarstöðinni, en til að byrja með var rúmlega 80 prósent kvenna með leka púða. Það fór svo niður í 68 prósent í næstu skoðun og stendur nú í 58 prósentum, eins og áður sagði.

Evrópusambandið rannsakar nú hvort iðnaðarsílíkonið í hinum frönsku PIP púðum sé skaðlegra en annað sílíkon, en niðurstöður rannsókna hingað til hafa verið ófullnægjandi. Getgátur hafa verið á lofti um að það sé krabbameinsvaldandi, en erfitt hefur reynst að staðfesta það þar sem mismunandi efnasambönd eru í púðunum.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri