Brjóstamjólk er börnum best
Það er misskilningur að það stafi af svengd eða vannæringu, oftar eru þau bara þreytt.
Þetta segja sérfræðingar sem unnu skýrslu fyrir Rannsóknarráð heilbrigðismála í Bretlandi.
Þeir segja eðlilegt að brjóstabörn gráti meira, og séu önugri, en ungbörn sem nærist á mjólkurblöndu úr pela. Þetta stafi af því að pelabörnin séu gjarnan ofnærð, þau þyngist of hratt, og séu þess vegna oft hægari og fjörminni en brjóstabörnin. Mjólki móðirin með eðlilegum hætti er afar æskilegt að börn fái móðurmjólk, og ekkert annað, fyrsta hálfa árið.
{loadposition nánar fréttir}