Ísfirðingar gætu þurft að borga meira í leikskólagjöld

Ísfirðingar gætu þurft að borga meira í leikskólagjöld

Í nýrri könnun ASÍ kemur í ljós að aðeins tvö sveitarfélög af þeim fimmtán stærstu á landinu hafa ekki hækkað verðskrá leikskóla sinna frá 1. janúar í fyrra, en það eru Seltjarnarneskaupstaður og Ísafjarðarbær.

 

Þegar litið er á gjaldskrá fyrir átta tíma dvöl með fæði var hækkunin mest hjá Reykjanesbæ, 16%. Þar á eftir kemur Hafnarfjörður með 15% hækkun og svo Reykjavík sem hækkaði gjaldskrá sína um 13%.

Þrátt fyrir að Ísafjarðarbær hafi ekki hækkað gjaldskrá sína á tímabilinu er þjónustan þar dýrust, en að hafa barn í átta tíma vistun með fæði kostar rúmlega 34 þúsund krónur á mánuði. Lægsta gjaldið þurfa foreldrar reykvískra barna að greiða en sama þjónusta kostar þar á mánuði 24.500 krónur. Verðmunurinn er því um 40%

Lítum nú á kostnað foreldra leikskólabarna fyrir þjónustuna í sveitarfélögunum tveimur á ársgrundvelli.

Reykvískir foreldrar greiða 294 þúsund krónur fyrir barn á ári, en ísfirskir 412 þúsund, og er munurinn því 118 þúsund krónur.

Til að bæta gráu ofan á svart þá er systkinaafslátturinn svokallaði hærri hjá Reykjavíkurborg. Afslátturinn fyrir ísfirska foreldra er 30% af dvalargjaldi fyrir annað barn, en reykvískir foreldrar fá hins vegar 75% afslátt. Bæði sveitarfélögin bjóða svo 100% afslátt af dvalargjaldi fyrir þriðja barn.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *