Börn stundi líkamsrækt frá fæðingu
Þessum leiðbeinandi tilmælum er beint til foreldra og miða að því að draga úr offituvandamálinu þar í landi.
Breska heilbrigðisráðuneytið segir að þau börn undir fimm ára aldri sem geta gengið skuli vera líkamlega virk í að minnsta kosti 3 klukkutíma á dag, en foreldrar skuli hvetja þau börn sem enn hafa ekki lært að labba til að leika sér á maganum og fara með börnin í sund.
Þá eru foreldrar jafnframt beðnir að draga úr þeim tíma sem börnin þeirra eyða hreyfingarlaus fyrir framan sjónvarpið eða í barnavögnum.
Yfirvöld vona að þessi nálgun muni draga úr líkum á því að börn verði í yfirþyngd þegar þau verða fullorðin, en offita eykur líkur á hjartasjúkdómum, sykursýki og krabbameini.
{loadposition nánar fréttir}