verkfall-i-leikskolum

Allt að tveggja ára biðtími eftir talmeinafræðingi

Gífurlegur skortur er á talmeinafræðingum hér á landi. Biðin er sérstaklega löng hjá talmeinafræðingum sem eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands enda eru þeir örfáir.
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að þá sé hægt að telja á fingrum sér. Ástæðuna segir hann vera þá að fleiri hafi ekki sætt sig við þau starfskjör sem í boði séu. Steingrímur segir talmeinafræðinga sækjast eftir betri starfskjörum og að viðræður standi nú yfir um endurskoðun samningsins. Gerir Steingrímur sér vonir um að þeim ljúki á næstu vikum.
Þá segir hann talmeinafræðinga alltof fáa miðað við þörfina hér á landi og að því þurfi að breyta. „Menn hafa verið að leita líka leiða til þess að fjölga þeim, meðal annars með því að bjóða upp á framhaldsnám í talmeinafræðum við Háskóla Íslands.”

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri