Búa til leikföng handa heimilislausum dýrum

Búa til leikföng handa heimilislausum dýrum

Ungmennin eru þátttakendur í ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Ungt fólk í Evrópu, og er markmið verkefnis þeirra að finna leiðir til að leggja sitt af mörkum til verndar náttúru og dýrum. Þátttakendurnir eru 30 á aldrinum 12-17 ára.

Félagsmiðstöðvarnar Zero á Flúðum og Fallkulla frá Helsinki í Finnlandi hafa skipulagt í sameiningu verkefni fyrir ungmennin.
Verkefnið hófst 22. júní, stendur til 1. júlí og heitir ‚What Can We Do?’ á ensku eða ‚Hvað getum við gert?’

Eitt af því sem þátttankendur taka sér fyrir hendur er að útbúa leikföng og ýmislegt sem er nauðsynlegt fyrir heimilislaus dýr. Auk þess hafa þau gengið í hús á Flúðum og nágrenni að safna teppum og öðru til að bæta aðbúnað dýranna. Allt þetta verður svo afhent félaginu Dýrahjálp Íslands klukkan 18.00 í dag.

Dýrahjálp Íslands leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stefnir að því að stofna til þess dýraathvarf og að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við dýravernd. Þangað til hægt verður að stofna til slíks athvarfs mun félagið, með aðstoð sjálfboðaliða sinna, leitast við að finna þeim dýrum sem annars væri lógað ný heimili – hvort sem það er fósturheimili til skammst tíma þar til framtíðarheimili finnst, eða beint á varanlegt heimili.

Heimasíða landsskrifstofu ungmennaáætlunarinnar er www.euf.is

Heimasíða Dýrahjálpar

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *