dagmamma
|

Aðlögun hjá dagforeldri

1. DAGUR

Mæting 08:30-09:30 Heimsókn fyrir barnið. Það fær tækifæri til að skoða aðstæður með foreldrum og prófa dótið.

2. DAGUR

Mæting 08:00-10:30 Mamma og pabbi skreppa kannski fram í eldhús og kíkja í blaðið og fá sér kaffisopa.

3. DAGUR

Mæting 08:00-11:30 Mamma og pabbi skreppa burtu í kannski svona 1-2 klukkustundir.

4. DAGUR

Mæting 08:00-14:00 Mamma og pabbi fara eftir stutt stopp og koma aftur eftir lúrinn.

5. DAGUR

Mæting 08:00-15:30 Mamma og pabbi fara eftir stutt stopp og koma aftur í kaffitímanum

Þetta plan gengur oftast sem smurt fyrir börn á 6. – 9. mánuði en þá er algengast að börn komi til dagmóður.

Eldri börn þurfa gjarnan lengri aðlögunartíma og þá eru tvær vikur ekki óeðlilegur tími. Tíminn miðast líka við hversu vant barnið er að vera frá foreldrum sínum og getur skipt miklum sköpum þegar kemur að aðlögun

Gott er fyrir barnið að hafa eitthvern hlut sem það leggur ást á og vetir því öryggi. Þessi hlutur getur verið bangsi, snuð, lítið teppi, koddi eða annað. Ég hvet eindregið til þess að foreldrar og barn finni slíkan hlut til að koma með til mín. Athugið að ég tek ALDREI barn án aðlögunnar. Það er ekki málið að það sé erfiðara fyrir mig heldur getur traustið milli barns og foreldra og dagforeldra orðið fyrir skaða fyrir utan bakslags sem getur komið framm seinna í vistuninni. -Sú áhætta að barnið gæti hætt að treysta foreldrum er ekki þess virði að sleppa aðlögun eða minnka.

Góð aðlögun er grunnur að sátu barni í góðri vistun.

oli
Author: oli

Vefstjóri