Að velja dagforeldri
- Foreldrar hringja í dagforeldra og kanna möguleika á plássi.
- Mikilvægt er að hafa sambandi við dagforeldra með góðum fyrirvara þar sem margir dagforeldrar eru með biðlista eftir plássum hjá sér.
- Hafið samband við fleiri en eitt dagforeldri.
- Fáið ákveðinn heimsóknartíma í samráði við dagforeldra.
- Gefið ykkur góðan tíma til að kanna aðstæður og verið óhrædd við að spyrja.
Þegar verið er að velja dagforeldra er ráðlagt að foreldri kynni sér vel þá þjónustu sem í boði er og kanni allar aðstæður á heimilinu sem nýttar eru til starfsins, t.d leikaðstöðu bæði úti og inni, hvíldar aðstöðu og leikfangakost. Eftirfarandi spurningar gæti verið gott að hafa í huga.
- Hvar er börnunum ætlað leikrými, hvíldarrými?
- Hvernig er útivistaraðstaðan?
- Hentar húsnæðið ykkar kröfum hvað varðar hlýleika og snyrtimennsku?
- Er leikfangakosturinn hæfilegur og hentugur?
- Eru góðar aðstæður til að geyma fatnað, töskur og annað sem fylgir börnunum.
- Athugið að þið eruð að kaupa þjónustu af dagforeldrum og ættu því að gera kröfur um gæði og góða þjónustu.
Þegar foreldrar velja dagforeldri fyrir barn sitt er mikilvægt að þeir kynni sér vel þá þjónustu sem í boði er, allar aðstæður á heimili dagforeldra sem nýttar eru til daggæslunnar þ.m.t. leikaðstöðu, bæði úti og inna, hvíldaraðstöðu og leikfangakost. Mælt er með því að foreldrar kynni sér starfsemi og aðstöðu hjá fleiru en einu dagforeldri og velji síðan þann sem best hentar kröfum þeirra og aðstæðum.
Ákvörðun um vistun barns hjá dagforeldri er ætíð á ábyrgð foreldra.