Fæðingar taka lengri tíma en áður
Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum National Institutes of Health sem birtist í American Journal of Obstetrics and Gynecology.
Um tíuþúsund konur tóku þátt í rannsókninni á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og hundraðþúsund á milli áranna 2002 og 2008. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að konur sem gengu með sitt fyrsta barn voru 2,5 tímum lengur að fara úr fjórumsentimetrum í útvíkkun í tíu sentimetra árið 2002 en á sjötta áratugnum.
„Við getum ekki útskýrt þetta að fullu. Það sem við vitum þó er að mænudeyfing hefur aukist meðal kvenna og það gæti haft einhver áhrif,“ sagði Dr. Katherine Laughon um mögulega ástæðu lengri fæðinga meðal nútíma kvenna, en mænudeyfing er sögð geta lengt þann tíma sem kona hefur hríðir þó nokkuð. Laughon vil þó ekki kenna mænudeyfingu alfarið um þetta og segir áframhaldandi rannsóknir nauðsynlegar, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}