WOW semur við flugfreyjur

WOW semur við flugfreyjur

Í tilkynningu frá WOW segir að um sé að ræða heildarsamning sem taki á öllu sem við starfinu kemur og gildir hann til 31. janúar 2014.

 „WOW air hefur ráðið til starfa 45 flugliða sem munu hefja störf 1. júní þegar félagið hefur áætlunarflug sitt til London, Kaupmannahafnar, Berlín, Stuttgart og 9 annarra áfangastaða,” segir ennfremur.

Sigrún Jónsdóttir formaður Flugfreyjufélag íslands segir að stjórn félagsins hafi verið mjög ánægð að heyra frá forsvarsmönnum WOW air þegar þeir að fyrra bragði leituðu eftir gerð kjarasamninga við FFÍ. „Svo skemmtilega vildi til að á sama tíma vorum við að póstsenda bréf með beiðni um fund svo aðilar voru frá byrjun samstíga í því að ganga frá samningum”.

Baldur Oddur Baldursson forstjóri WOW air segir að þar á bæ séu menn mjög ánægðir með samninginn. „Það var okkar stefna frá upphafi að ganga frá samningi við FFÍ. Það er markmið okkar að WOW air sé og verði spennandi og eftirsóttur vinnustaður og þessi kjarasamningur er hluti af því markmiði”, samkvæmt vísir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri