Vistunartími barna á leikskólum Reykjavíkur skerðist ekki þótt vinnuvikan styttist

Vistunartími barna á leikskólum Reykjavíkur skerðist ekki þótt vinnuvikan styttist

Vistunartími barna á leikskólum Reykjavíkur skerðist ekki þótt vinnuvikan styttist

Þetta kemur í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við skriflegri fyrirspurn Vísis um áhrif styttingu vinnuvikunnar á starfsemi leikskólanna.

Í svarinu segir að flestir leikskólar borgarinnar hafi farið í 36 stunda vinnuviku þann 1. janúar. Í nokkrum leikskólum hafi niðurstaða starfsmannahópsins í viðkomandi skóla að fara í 37 eða 38 stunda vinnuviku.

Útfærslan tekur mið af starfsemi vinnustaðar og er því með ólíkum hætti milli leikskóla. Sem dæmi má nefna að í mörgum leikskólum munu starfsmenn stytta vinnuvikuna með því að hætta á hádegi einu sinni í viku.

Í öðrum er vinnuvikan stytt hálfsmánaðarlega og í einhverjum leikskólum stytta starfsmenn vinnuvikuna um þrjá tíma en safna einum tíma styttingarinnar í heila daga sem dreifast yfir árið.

Eins og áður segir á vistunartími barna ekki að skerðast vegna vinnutímastyttingarinnar og þá eru ekki gerðar breytingar á þjónustu.

„En vistunartími barna mun eflaust styttast eins og vinnutími fullorðna nú þegar verið er að taka þau skref í íslensku samfélagi að stytta vinnuvikuna,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs.

Þá sé ekki gert ráð fyrir því að styttingin feli í sér viðbótarkostnað eða þjónustuskerðingu. Varðandi það hvort það hafi þurft að ráða inn starfsfólk á leikskólana til að mæta styttingunni segir í svarinu að í einhverjum tilfellum hafi leikskólar ekki verið fullmannaðir áður. Þeir hafi því verið að klára ráðningar.

„Mikil vinna hefur því farið fram í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar þar sem umbótasamtöl hafa verið tekin í starfsmannahópunum og leitað leiða til þess að stytta vinnuvikuna án þess að skerða þjónustu eða auka launakostnað,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs, samkvæmt visir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri