Villandi líkamsræktarsamningar
Áskrift þessa viðskiptavina WorldClass rennur út að árinu liðnu, en í mörgum líkamsræktarstöðvum rennur áskriftin ekki út eftir tólf mánuði. Þvert á móti endurnýjast hún sjálfkrafa án þess að viðskiptavininum sé kunngert sérstaklega þegar það gerist. það getur verið villandi, sérstaklega þegar hann endurnýjast sjálfkrafa, þá telja neytendur sem kaupa 12 mánaða áskrift að hann sé búinn eftir tólf mánuði, og skilmálinn um að hann endurnýjast sjálfkrafa þarf að vera mjög skýr. Það þarf að passa upp á það að neytendur geri sér fullkomlega ljóst að þeir þurfa að segja honum upp.
Neytendastofa úrskurðaði nýlega að vefurinn tonlist.is hefði gerst brotlegur gegn neytendum þegar áskriftir að síðunni endurnýjuðust sjálfkrafa án þess að neytendum væri gert það nægilega ljóst. Þórunn segir málið geta haft fordæmisgildi fyrir líkamsræktarstöðvarnar.
Jú það má algerlega gera það, það má segja að hún sé fordæmisgefandi að einhverju leyti fyrir það og sé seld tímabundin áskrift þurfi að láta vita áður en hún endurnýjast sjálfkrafa.
Það getur reynst snúið að byrja í ræktinni og jafnvel erfiðara að hætta, því í mörgum líkamsræktarstöðvum höfuðborgarinnar rennur tólf mánaða áskrift ekki út að ári liðnu. Þvert á móti endurnýjast hún sjálfkrafa án þess að viðskiptavininum sé gert viðvart þegar það gerist. Sviðsstjóri hjá neytendaréttarsviði Neytendastofu segir töluvert af kvörtunum hafa borist vegna slíkra samninga.
það getur verið villandi, sérstaklega þegar hann endurnýjast sjálfkrafa, þá telja neytendur sem kaupa 12 mánaða áskrift að hann sé búinn eftir tólf mánuði, og skilmálinn um að hann endurnýjast sjálfkrafa þarf að vera mjög skýr. Það þarf að passa upp á það að neytendur geri sér fullkomlega ljóst að þeir þurfa að segja honum upp.
{loadposition nánar fréttir}