Skólastofum fjölgað
250 fleiri börn byrja í leikskóla í haust en voru í skólunum í fyrra. Komið verður fyrir lausum kennslustofum við 10 leikskóla Reykjavíkur í haust til að hægt sé að taka á móti 250 fleiri börnum en voru í skólunum í fyrra. Árgangur 2009 er sá stærsti í sögunni og börn fædd árið 2010 eru litlu færri. Stefnt er að því að bjóða öllum 2ja ára börnum í Reykjavík leikskólapáss og byrja hátt i 1800 börn í leikskóla í haust. Fjölga þarf plássum um 260 í leikskólum borgarinnar til að taka á móti hópnum og er nú verið að flytja lausar stofur sem settar verða við tíu leikskóla. Stofurnar voru áður við grunnskólann í Norðlingaholti en þar er nú nýtt skólahús. Búið er að koma stofunum fyrir við 9 leikskóla af tíu.
Áætlað er að breytingarnar kosti 100 milljónir en einnig þarf að ráða fleira starfsfólk.
{loadposition nánar fréttir}