Vill hámark á gjaldskrá dagforeldra

Vill hámark á gjaldskrá dagforeldra

Dæmi er um að foreldrar hafi greitt ríflega 90 þúsund krónur fyrir mánuð hjá dagforeldri í bænum sem er tvöfalt meira en bærinn telur æskilegt.

Kópavogsbær hefur undanfarið staðið í samningaviðræðum við dagforeldra í bænum um að hækka greiðslur til þeirra í staðin fyrir það að þeir skuldbindi sig til að halda gjaldi hjá sér innan ákveðins hámarks.

„Hins vegar ætlum við núna að hækka greiðslur sem við borgum með hverju barni úr 35 upp í 45 þúsund krónur en á sama tíma þá vildum við gera og viljum gera samkomulag við dagmæður, eða dagforeldra, sem er þá þannig að það er ákveðið hámark og í okkar tilviki þá erum við að horfa á 90 þúsund krónur. Þannig að heildargreiðsla foreldranna verði í rauninni 45 þúsund krónur og bærinn borgi 45 þúsund krónur á milli,” segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.

Algengt er að foreldrar séu í dag að greiða á bilinu 45 til 65 þúsund krónur á mánuði fyrir pláss hjá dagforeldrum í bænum. Einstaka dæmi eru þó um að dagforeldar séu að rukka foreldrana meira. Það á sérstaklega við í hverfum þar sem mörg börn búa og mikil eftirspurn er eftir plássum hjá dagforeldrum. Þannig ræddi fréttastofa við foreldra í dag sem voru rukkaðir um 90 þúsund krónur fyrir pláss hjá dagforeldri sem er tvöfalt meira en það sem Kópavogsbær vill sjá.

„Við erum náttúrulega að mælast til þess að gjaldið sé eitthvað svona sem er eðlilegt fyrir báða aðila og við teljum það að 90 þúsund krónur geti verið sú upphæð sem er ásættanleg bæði fyrir foreldrana og fyrir dagforeldrið,” segir Ármann, samkvæmt vísir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri