vill-ad-sjukratryggingar-greidi-75

Vill að sjúkratryggingar greiði 75% af kostnaði við tannlækningar

Rannsóknir hafa leitt í ljós að íslensk börn eru með mun fleiri skemmdar tennur en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Ekki eru þó ýkja mörg ár frá því að íslensk börn þóttu mjög vel tennt en þá greiddu almannatryggingar nær alla þjónustuna.

Reynt var að koma ókeypis skoðun á fyrir þrjá árganga barna en það tók ekki til tannviðgerða og frá og með áramótum hefur mikill fjöldi tannlækna sagt sig frá samningi og hann rann út í dag. Því bjóða fæstir upp á þessa þjónustu lengur.

Þá hefur staðan verið sú að sú gjaldskrá sem Sjúkratryggingar miða við þegar kemur að endurgreiðslu til foreldra er í engu samræmi við það sem gerist í raun. Það hefur haft í för með sér að þótt Sjúkratryggingar Íslands eigi að greiða 75 prósent kostnaðar vegna tannheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga hefur greiðsluþátttakan í raun verið innan við helmingur raunkostnaðar.

En nú vill velferðaráðherra taka á málinu komast að samkomulagi um eina gjaldskrá við tannlækna.

Hann segir svigrúm til að gera betur því undanfarinn ár hafa færri börn komið til tannlæna og því færri sótt um endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar. Því hafi útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna endurgreiðslna um 250-300 milljónum króna lægri á liðnu ári en reiknað hafði verið með.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri