Leikskólastjórum sagt upp
Hún segir reiði og sorg ríkjandi innan starfsstéttarinnar.Með sameiningu leik- og grunnskóla í borginni á næsta skólaári á að ná fram hagræðingu á menntasviði. Þrjátíu leikskólar verða að fjórtán og sex grunnskólar að þremur. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags leiksskólastjóra segir tugi stjórnenda búast við uppsagnabréfi um mánaðamótin vegna breytinganna. Stjórnendurnir sem fá uppsagnarbréf geta sótt um stjórnunarstöðu yfir hinum nýju sameinuðu skólum, þær eru 28 talsins segir Ingibjörg. Því ætti tæpur helmingur þeirra sem sagt er upp að eiga möguleika á að vera endurráðnin í stjórnunarstöðu. Þeir sem ekki verða ráðnir geta síðan sótt um almenn störf innan leikskólanna. Ingibjörg segir þungt hljóð í félagsmönnum sínum vegna breytinganna.
Meirihlutinn í borginni hefur bent á að með sparnaði í yfirstjórn skólanna sé verið að vernda sjálft starfið með börnunum. Nákvæm útfærsla á því hversu mikið verði sparað með þessum aðgerðum verður kynnt á blaðamannafundi í Ráðhúsinu í dag.
{loadposition nánar fréttir}