Vilja seinka skólabyrjun í grunnskólum Reykjavíkur

Vilja seinka skólabyrjun í grunnskólum Reykjavíkur

Vilja seinka skólabyrjun í grunnskólum ReykjavíkurLeggja á grunninn að því að seinka byrjun skóladags í grunnskólum Reykjavíkur samkvæmt því sem var ákveðið á fundi borgarráðs. Skóla- og frístundasviði er falið að leggja grunninn í breiðu samráði við skólasamfélögin og finna bestu leiðirnar til breytinga.

Útfæra þarf seinkun á upphafi skóladagsins. Til hliðsjónar verða rannsóknir um áhrif þessa á svefn unglinga sem þarf að útfæra í takt við Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast, svo breytingarnar styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag.

Hugað verður að samspili við tómstundir
Hugað verður að því að ekki verið gengið á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námskrá m.a. með nánara samspili skóla- og frístundastarfs og þeirra sem veita frístundaþjónustu eins og íþróttafélög. Eins þarf að huga að hvernig breytingarnar geti komið til móts við óskir skólastjórnenda og starfsfólks um undirbúningstíma fyrir eða eftir skipulagðan skóladag.

Til að vinna að hugmyndunum á að kalla til fulltrúa nemenda, kennara, starfsfólks auk samráðs við skólastjórnendur og sérfræðinga á sviði svefns, lýðheilsu og fjármála, samkvæmt Reykjavík.

oli
Author: oli

Vefstjóri