Tom og Katie semja um skilnað

Tom og Katie semja um skilnað

Eins og kunnugt er var leikarinn staddur hér á landi við tökur á kvikmyndinni Oblivion þegar Katie sótti um skilnað í New York. Fregnirnar virtust hafa komið stórleikaranum í opna skjöldu, enda sást síðast til þeirra hér á landi um miðjan júní þar sem allt virtist vera í himnalagi.

 Samkvæmt New York Post hefur parið komist að samkomulagi um skilnaðinn, sem snérist að miklu leytinu til um forræði yfir sex ára gamalli dóttur þeirra, Suri. Katie var sögð ætla að krefjast fulls forræðis yfir dóttur sinni, en svo virðist sem hún hafi slakað á kröfum sínum. Samkvæmt samkomulaginu fær Tom að umgangast Suri, þó með ákveðnum skilyrðum.

Þannig verður Suri ávallt með fóstru sinni og lífvörðum á meðan heimsóknartímum stendur. Þá má Tom ekki minnast á Vísindakirkjuna né taka hana með í boð á vegum kirkjunnar, sem er sögð ástæðan fyrir því að Katie sótti upprunalega um skilnaðinn.

Smáatriði samkomulagsins hafa ekki verið opinberuð og svo verður áfram að sögn lögmanna stjarnanna. Báðar stjörnurnar hafa undirritað samkomulagið, samkvæmt visir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri