Tengsl milli drykkju unglinga og kvikmynda- og sjónvarpsefnis
Rannsókn þessi náði meðal annars til Íslands en í henni tóku þátt 16.000 unglingar á aldrinum tíu til nítján ára í sex löndum. Fyrir utan Ísland voru þetta unglingar í Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Póllandi og Skotlandi.
Kannað var m.a. hve stórt hlutfall þessara unglinga ætti til að drekka í óhófi, það er drekka meira en fimm sterka drykki í einu og bera saman við hve stórt hlutfall þeirra höfðu horft á kvikmynd eða sjónvarpsþátt þar sem áfengisdrykkja var sýnd, oft í jákvæðu ljósi.
Í umfjöllun á Reuters um málið segir að greinileg fylgni sé þarna á milli. Í ljós kom að um 40% þeirra unglinga sem höfðu horft á áfengisdrykkju í sjónvarpi eða kvikmynd höfðu drukkið óhóflega í framhaldinu. Hlutfall drukkinna unglinga sem ekki höfðu horft á slíka drykkju á í þáttum eða myndum var hinsvegar aðeins 10 til 20%, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}