Smitandi þráðormur í umferð
Þetta er í fyrsta sinn sem ormurinn greinist hér á landi utan einangrunarstöðvar.
Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir í Suðvesturumdæmi var á línunni og sagði málið litið alvarlegum augum og verið sé að kanna hvort fleiri hundar séu smitaðir. Matvælastofnun hefur sent út tilmæli til allra dýralækna um að hafa vakandi auga vegna hugsanlegs smits í gæludýrum. Tveir hundanna komu nýlega frá hundabúinu á Dalsmynni á Kjalarnesi. Eigendum hundabúsins hafa verið gefin fyrirmæli um bann við frekari afhendingu hunda frá búinu þar til staðfest hefur verið að smit er ekki lengur til staðar. Þráðormurinn lifir aðallega í fólki, en finnst einnig í hundum, köttum og öpum og smit getur borist á milli manna og dýra. Ekki er vitað hvort sama gerð ormsins smiti fólk og dýr, en ekki er hægt að útiloka það. Gunnar Örn ítrekaði það að gæta verður hreinlætis við umönnun dýra. Mikilvægt sé að þvo hendur oft og títt og forðast það að láta hunda sleikja andlit fólks, samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}