Svindlað á vigtinni

Svindlað á vigtinni

Forstjóri Neytendastofu segir ljóst að herða verði eftirlit með forpökkuðum vörum.
Skoðaðar voru kjötvörur frá sjö mismunandi framleiðendum. Hjá þremur þeirra reyndust frávik í þyngd stundum meiri en leyfilegt er eða í helmingi tilfella.  Pylsur frá ýmsum framleiðendum komu einna verst út. Dæmi voru um að pakkar með tíu pylsum væru 10 prósent léttari en merkingar segja til um. Það jafngildir því að það vanti hreinlega tíundu pylsuna í pakkann.

Tryggvi Axelsson segir að um skyndiskoðun hafi verið að ræða. „Auðvitað eiga allar vogir að vera löggiltar og allt framleiðsluferlið hjá pökkunaraðilanum á að vera þannig að það sé örugglega tryggt að hver einasta pakkning innihaldi það magn sem lofað er á umbúðunum.“

Þrír af framleiðendunum sjö notuðu e-merkingar og hjá þeim öllum reyndust merkingar í lagi. E-merkið er tiltölulega lítið notaðar hér á landi en sést mikið á innfluttum vörum. Það á að tryggja að varan sé rétt vigtuð.

Tryggvi segir ljóst að herða verði eftirlit með forpökkuðum vörum. „Það kemur líka á óvart að nú er útflutningur að aukast og menn vilja nýta tækifæri til útflutnings og í mjög mörgum viðskiptalöndum íslands er það gert að skilyrði hjá stórverslunum sem selja vöru að þær séu e-merktar ef það á að selja þær,“ bætir hann við.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri