Segir Íslendinga ekki kunna að umgangast sælgæti
Verslanir selja kílóið af sælgæti á nammibar á allt að 2.499 krónur. Á sama tíma er lægsta uppgefna kílóverðið frá heildsala 757 krónur. Álagningin er þessu samkvæmt allt að 300% ef ekki er tekið tillit til afsláttar verslana á laugardögum.
Á þeim dögum er álagningin allt að 65%.
Viðskiptablaðið fór á stúfana og kannaði verð bæði hjá heildsölum sælgætis og á nammibörum verslana. Niðurstöðurnar eru birtar í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Samkvæmt þeim nemur framboð sælgætis 6.000 tonnum á innfluttu og íslensku sælgæti á ári.
Það jafngildir 19 kílóum á mann en það er meira en tíðkast á hinum Norðurlöndunum.
Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur hjá Matís, segir að fyrir ári hafi honum blöskrað þegar hann sá ástandið við nammibari verslana á laugardögum. Hann líkir látunum við dýragarð og segir Íslendinga þurfa að læra að umgangast nammi, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}