Rukkun fyrir leikskólagjöld mótmælt

Rukkun fyrir leikskólagjöld mótmælt

en er með lögheimili á Akureyri. Borgin fer eftir eigin gjaldskrá í staðinn fyrir að nota sameiginlegan viðmiðunartaxta Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samband íslenskra sveitarfélaga gefur árlega út viðmiðunargjaldskrá vegna barna sem sækja leikskóla í öðru sveitarfélagi en því sem þau eiga lögheimili í. Reykjavíkurborg vill fara eftir eigin gjaldskrá og hefur nú sent Akureyrarbæ reikning þar sem rukkaður er raunkostnaður fyrir leikskóladvöl, allt að 140.000 krónur fyrir hvert barn.
Gunnar Gíslason, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, er ósáttur við framgöngu borgarinnar.  Hann segir að Reykjavíkurborg sé með þessum hætti að slíta samstarfi við önnur sveitarfélög, með því að ákveða einhliða að rukka inn með sínum hætti.

Sérsamningar vegna leikskólagjalda eru á milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna. Sárast finnst Gunnari að borgin hafði ekki haft samband við fulltrúa Akureyrarbæjar varðandi greiðslur heldur einungis sent reikning.

Þetta er í raun ný pólitík og það er ákveðið að bregðast nokkuð hart við henni núþegar vegna þess að það er alveg klárt mál að sveitarfélögin verða að standa saman um það að gefa íbúunum tækifæri til að fara á milli.

Samkvæmt upplýsingum frá Skólanefnd Akureyrar mun þessi ákvörðun borgarinnar ekki hækka leikskólagjöld barna með lögheimili á Akureyri, þegar foreldrar þeirra þurfa tímabundið að flytja til Reykjavíkur vegna vinnu eða náms.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri