Þurfti undanþágu vegna búsetu

Þurfti undanþágu vegna búsetu

fyrr en hún sótti um undanþágu sem almennt er notuð sem undanfari skilnaðar hjá Þjóðskrá. Helga Sigurðardóttir ferðast á milli Akureyrar, þar sem eiginmaður og tvö eldri börn hennar búa, og Reykjavíkur, þar sem hún starfar. Tveggja ára sonur þeirra hjóna fer með Helgu suður og er þar með henni á virkum dögum.

Hún sótti um tímabundið leikskólapláss fyrir barnið í Reykjavík en fékk þau svör að hún geti það ekki þar sem hún er ekki með lögheimili í Reykjavík. Einungis þingmenn og námsmenn fá slíka undanþágu. „Ég semsagt fékk synjun af því að ég var ekki með lögheimili hér og svo var þá næsta skref hér að flytja lögheimili mitt og yngsta barnsins til Reykjavíkur en hjá þjóðskrá fékk ég þau svör að það væri ekki hægt þar sem við erum gift, þá þyrfti öll fjölskyldan að hafa lögheimili á sama stað,“ segir Helga.

Helga var þá að því komin að flytja lögheimili allrar fjölskyldunnar til Reykjavíkur. Þá komst hún að því að hjón geta sótt um að hafa sitthvort lögheimilið en aðeins ef þau sækja um ákveðna leið, sem almennt táknar undanfara skilnaðar. Það leist þeim hjónum illa á en gerðu það samt frekar en að flytja lögheimili allrar fjölskyldunnar. „Kannski hefði verið auðveldasta lausnin hjá mér að skilja á pappírum, ég var ekki tilbúin í það,“ segir Helga. Það hefði verið kannski minna stríð við fyrir okkur við kerfið, þó fáránlegt sé að segja svona.“

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri