Ranghugmyndir um legslímuflakk
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, er flutningsmaður þingsályktunartillögunnar.
Legslímuflakk er krónískur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu en legholinu. Sjúkdómurinn er meðfæddur og virðist að verulegu leyti háður erfðum. Einkennin eru mikill sársauki við blæðingar, sársauki við egglos, verkir í kviðarholi á milli blæðinga, verkir við samfarir, þvaglát og hægðir, ófrjósemi og erfiðleikar á meðgöngu og við fæðingu.
Talið er að um tvö til fimm prósent íslenskra kvenna þjáist af legslímuflakki. Af því leiðir að á hverjum tíma eiga nokkur hundruð konur í vanda vegna sjúkdómsins.
Fram kemur í greinargerðinni að ranghugmyndir hafi lengi verið ríkjandi um legslímuflakk og upplýsingagjöf villandi. Í framhaldi fullyrðingar um ráðleggingar lækna um þungun er á það bent að meðganga, líkt og hormónameðferð, geti dregið tímabundið úr einkennum en lækni ekki sjúkdóminn.
Þá segir að heilbrigðisstarfsfólk skorti upplýsingar og þekkingu á legslímuflakki og er lagt til að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir fræðslu um sjúkdóminn.
{loadposition nánar fréttir}