Hvað á að taka með?
Hér er kynning á fæðingarþjónustu á Landspítala í 9 myndböndum.
Byrjað er með lýsingu á staðsetningu kvennadeildarinnar.
Á næsta myndbandi er farið í gegnum byrjun fæðingar og síðan eru kynningar á fæðingardeildinni (23-A) og Hreiðrinu (23-B).
Í einu myndbandi er fjallað um þá kosti sem bjóðast til verkjastillingar í fæðingu.
Fjallað er um hvað tekur við þegar barnið er fætt og heimferðina.
Farið er yfir það sem gott er að taka með sér fyrir fæðingu og að lokum eru upplýsingar fyrir aðstandendur.
Við vonum að myndböndin gefi ykkur innsýn í þá fæðingarþjónustu sem er í boði á Landspítala.