skraepa og kalfur

Ný borinn kálfur í húsdýragarðinum

Dýrahirðar áttu von á að Skræpa færi að bera svo það var búið að fylgjast grannt með kúnni síðustu daga. Upp úr hádegi var kýrin farin að ókyrrast og um þrjú voru farnar að koma hríðir. Skræpa tók þessu öllu með rólegheitum og lét náttúruna vinna sitt verk. Bolakálfurinn koma svo í heiminn eins og áður segir um klukkan níu. Kálfurinn byrjaði strax að drekka broddinn sem er mikilvægur fyrir kálfa fyrstu klukkustundirnar eftir að þeir koma í heiminn. Í dag hefur hann svo verið duglegur að drekka milli þess sem hann sefur í kálfastíunni sinni sem er við hliðina á kúastíunni, enda þreyttur eftir átökin. Starfsfólk garðsins vill minna gesti á að sýna kálfinum nærgætni um leið og heilsað er upp á kálfsa.

Aðeins er byrjað að jólaskreyta garðinn og er gaman að koma í heimsókn þegar rökkva tekur til að skoða jólaljósin. Eftir því sem nær dregur aðventu mun svo bætast á skrautið og nokkuð hefðbundin jóladagskrá.

{loadposition nánar fréttir}

vefstjóri
Author: vefstjóri