Breytingar á fæðingar orlofi
Gagnrýnt hefur verið að greiðslur í fæðingarorlofi verði skertar nú strax um áramótin en að sjómenn fái hátt í fimm ára aðlögunartíma.
Lilja Mósesdóttir, varaformaður efnahags- og skattanefndar, segir aðallega talað um að það sé verið að skekkja samkeppnisstöðu atvinnugreina því ríkið sé með sjómannaafslætti að greiða niður launakostnað útgerðarinnar.
En er ekki samt verið að mismuna fólki því margir verði fyrir auknum sköttum, beinum og óbeinum, en fái enga aðlögun?
,,Reyndar tel ég að það hafi verið gengið ansi langt í því að reyna að taka af fólki í nokkrum þrepum. Ég vil meðal annars nefna að við erum að skoða hvort við getum ekki farið í niðurskurðinn á fæðingarorlofinu í fleiri skrefum en við höfum áður rætt.” Jafnvel komi til greina að fólk fái að’ taka fæðingarorlof út á lengra tímabili en áður hafi verið leyft. Þannig verði dregið úr útgjöldum ríkisisn á næsta ári.
Þingflokkar ríkisstjórnarinnar hafa fallist á þessi áform varðandi fæðingarorlofið. Lilja býst við því að alþingismenn samþykki frumvarp um afnám sjómannaafsláttarins.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður félags-og tryggingamálanefndar, staðfestir að nú liggi fyrir frumvarp þar sem gert sé ráð fyrir óbreyttum fjárhæðum vegna fæðingarorlofs,, nema að einn mánuður orlofs frestast.
{loadposition nánar fréttir}