Neyðarpillan virkar ekki fyrir konur þyngri en 80 kíló

Neyðarpillan virkar ekki fyrir konur þyngri en 80 kíló

Neyðarpillan virkar ekki fyrir konur þyngri en 80 kíló

Vísir hefur áður fjallað um að franska lyfjafyrirtækið HRA Pharma varaði við því að neyðarpilla fyrir getnaðarvarnir sem það framleiðir virki hugsanlega ekki á þyngri konur.

Nú hefur Lyfjastofnun greint frá því að rannsóknirnar voru metnar í evrópskum lyfjaskráningarferli. Markaðsleyfishafi mun bæta viðvörun við í fylgiseðil þess efnis að lyfið henti ekki sem neyðargetnaðarvörn fyrir konur sem eru yfir 75 kg.

Neyðarpillan er ætluð til neyðargetnaðarvarnar innan 72 klukkustunda eftir óvarðar samfarir eða ef getnaðarvarnir klikka.

Virkni Norlevo er meiri eftir því sem styttri tími líður frá samförum. Þegar á heildina er litið sýna klínískar lyfjarannsóknir að Norlevo kemur í veg fyrir þungun í 52 til 85 prósent tilvika. Nýleg rannsókn hefur hins vegar sýnt að virkni levonorgestrel er verulega minni hjá þeim konum sem eru þyngri en 75 kg og engin þegar líkamsþyngd fer yfir 80 kíló.

Pillan inniheldur efnið levonorgestrel en það efni er einnig að finna í pillunni Postinor sem er selt hér á landi. Því er haldið fram að sömu vandamál fylgi Postinor og Norlevo., samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *