Jólabarn: Óttaðist að fæða í bílnum

Jólabarn: Óttaðist að fæða í bílnum

Jólabarn: Óttaðist að fæða í bílnum

„Það var mjög góð stemmning hérna í gærkvöldi, ég var að vinna hérna þá frá hálf fjögur til hálf átta,“ segir Ósk Geirsdóttir, ljósmóðir í Hreiðrinu. „Þá var fólk auðvitað að drífa sig heim, þeir sem gátu, en aðrir voru hérna hjá okkur og fengu góðan mat, gos og kökur og nammi. Það er reynt að gera þetta hátíðlegt eins og ef maður væri heima hjá sér.“

Stella Vattnes Þorbergsdóttir fékk hríðir um klukkan fjögur í gær. „Og þar sem ég á einn þriggja ára og einn fimm ára son gat ég ekki hugsað mér að fara upp á spítala strax, þannig að ég ákvað að klára jólin með þeim áður en ég færi upp eftir. Þetta var dálítið erfitt á köflum, að borða jólamatinn og allt sem því fylgir, en það var klárað. Hamborgarhryggurinn var borðaður og pakkarnir opnaðir,“ segir hún brosandi.

Þriðji sonurinn kom í heiminn klukkan hálfníu og Herdís Vattnes, systir Stellu, var viðstödd. „Síðan bara missti hún vatnið rétt eftir að við höfðum opnað síðasta pakkann. Þá var bara brunað af stað, maðurinn minn keyrði okkur og við héldum jafnvel að hún myndi eiga í bílnum og ætluðum ekki að koma henni út úr honum. En svo komumst við á fæðingardeildina og hann kom bara í heiminn fimmtán mínútum seinna. Rosa sætur og hress,“ segir Herdís, samkvæmt visir.

Svo þessi jól munu standa upp úr í minningunni?
„Já, þetta eru flottustu jólin og flottasti jólapakkinn finnst mér.“

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri