Meira keypt af dagvöru og áfengi en minna af fatnaði

Meira keypt af dagvöru og áfengi en minna af fatnaði

Velta í dagvöruverslun jókst um 4,3% í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Sala áfengis jókst um 23,1% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á áfengi var 4,4% hærra í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

 

Fataverslun dróst saman um 2,5% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á fötum var 3,2% hærra en í sama mánuði fyrir ári. Velta skóverslunar dróst saman um 7,7% í ágúst og verð á skóm hefur hækkað um 5,0% frá ágúst í fyrra, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri