Kílóin fjúka! Þetta er æfingaplan Jessicu Simpson
Hún eignaðist dótturina Maxwell fyrir fjórum mánuðum með unnusta sínum Eric Johnson og hefur þyngdin á stúlkunni verið mikið á milli tannanna á fólki.
Nú er mikið í húfi fyrir Jessicu og slær hún ekki slöku við, eins og sést í æfinga- og matarprógramminu hennar,samkvæmt vísir.
Kl. 7 – Jessica vaknar til að gefa Maxwell og borðar síðan sjálf morgunmat. Hún fær sér flatbrauðssamloku með eggjahvítum, paprika og fitulausum osti.
Kl. 8 – Jessica setur á sig skrefamælinn og fer út að ganga með Eric og Maxwell. Hún reynir að ná fjórtán þúsund skrefum yfir daginn. Eftir göngutúrinn fær hún sér hollt snakk, til dæmis ber, banana, melónu eða greip.
Kl. 11 – Jessica hittir þjálfara sinn, Harley Pasternak, fjórum sinnum í viku í 45 mínútur í senn. Þau stunda yfirleitt stöðvaþjálfun.
Kl. 12.30 – Ef að það er miðvikudagur þá vigtar Jessica sig heima með mömmu sinni og vinum.
Kl. 13 – Hádegismatur. Í uppáhaldi hjá Jessicu er spínatsalat með satay kjúklingi og perum.
Kl. 14 – Göngutúr með Maxwell eða á hlaupabrettinu. Eftir á fær Jessica sér berjahristing.
Kl. 18.30 – Jessica baðar og háttar Maxwell og fær sér síðan kvöldmat. Oftast fær hún sér fisk með grænmeti. Í eftirrétt er síðan súkkulaðistykki frá Weight Watchers.
Kl. 22 – Háttatími.
{loadposition nánar fréttir}