María Sigrún fréttakona á von á öðru barni
María prýddi forsíðu Lífsins í fyrra. Þar sagði hún meðal annars:
„Mér hefur aldrei liðið betur. Þetta er besta og skemmtilegasta hlutverk sem ég hef fengið. Ég elska að vera mamma. Þetta er gjörbreyting á lífinu en svo ánægjuleg. Mér finnst yndislegt að vera heima í fæðingarorlofi. Stundum lít ég ekki á klukkuna heilu dagana… og ekki í spegilinn heldur. Við gerum hlutina á okkar tíma. Þetta er gjörólíkt anna¬sömu starfi fréttamannsins, sem er með mörg „deadline” á dag. Ég er gömul sál og mér finnst svo gott að hafa það huggulegt heima með litla snáðanum okkar, elda, baka, þvo þvott og dytta að heimilinu og hlusta á rólega tónlist. Ég myndi una mér vel sem heimavinnandi húsmóðir. Mér leiðist aldrei og furða mig á því hvað tíminn líður hratt. Ég er eins og ungamamma í hreiðri og elska dagana þar sem ekkert er á dagskrá.“
Hér má lesa forsíðuviðtalið í heild sinni, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}