Mannleg tengsl forsenda langlífis
Rannsóknarniðurstöðurnar voru birtar á dögunum í hinu virta bandaríska vísindatímariti Proceeding of the National Academy of Sciences. Hún tekur til rannsókna á einmanakennd meðal hátt í sjö þúsund karla og kvenna.
Niðurstöðurnar sýna að einmanaleiki sem slíkur hefur engin tengsl við langlífi. Hið sama er ekki hægt að segja um raunverulega félagslega einangrun sem fjölmargt eldra fólk þarf að lifa með.
Munurinn er sá að margir kjósa einmanaleikann á meðan einangrun frá mannlegum tengslum er sjaldnast eitthvað sem einstaklingar sækjast eftir. Einsetumaðurinn er gott dæmi um þetta, það er, einstaklingar sem lifa lengi í nokkurs konar sjálfskipaðri útlegð.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að þessi einangrun eykur líkurnar á dauða um tuttugu og sex prósent.
Hvað veldur þessu er þó enn á huldu en stjórnandi rannsóknarinnar, Doktor Andrew Steptoe, telur að tengsl langlífis og mannlegra tengsla felist í ráðleggingum, jákvæðum samskiptum og speglun sem ðlast má í gegnum stutt spjall við aðra manneskju, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}