Liv Tyler naut lífsins í Þríhnúkagíg

Liv Tyler naut lífsins í Þríhnúkagíg

ljósmyndaranum Theo Wenner, og tveimur öðrum vinum sínum að skoða hinn magnaða Þríhnúkagíg í Bláfjöllum. 
Tyler flaug þangað í þyrlu frá Þyrluþjónustunni samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og skoðaði þetta mikla náttúruundur en ferðalagið niður á botn gígsins tekur í kringum tólf mínútur með lyftu. 

Þrátt fyrir mikla frægð hefur Tyler og hennar föruneyti haft hægt um sig en það var statt hér vegna friðarsúlu Yoko Ono. Vísir.is greindi þó frá því að hún hefði verið stödd á skemmtistaðnum B5 þar sem einnig voru Sean Parker, stofnandi Napster og einn aðaleigandi Facebook, Sean Lennon og móðir hans, Yoko Ono. 

Þá var sagt frá því á vef DV að Tyler hefði verið hin alþýðlegasta þegar hún hitti tvo aðdáendur á veitinga- og skemmtistaðnum Prikinu. Liv Tyler og föruneyti eru nú farin af landi brott.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri