Leikskólatíminn í Reykjavík styttist frá og með 15. janúar
Borgarstjórn samþykkti í september í fyrra tillögu um breyttan opnunartíma leikskóla sem og fleiri stýrihópa um umbætur á skipulagi og umhverfi leikskólastarfs Reykjavíkurborgar.
Ein af þessum tillögum snýr að vikulegum hámarkstíma barna í leikskólum eða 42,5 klukkustundum. Samþykkt var að dvalartími barna verði að hámarki níu klukkustundir daglega og að í sömu viku geti börn haft mismunandi dvalartíma í allt að 42,5 klst.
Vegna tæknilegra örðugleika hafi orðið seinkun á innleiðingu á hámarki á dvalartíma barna í leikskólum. Samkvæmt reglum um leikskólaþjónustu er um að ræða tilraunaverkefni til 31.desember 2024.
Eins og fram kemur í reglum um leikskólaþjónustu í Reykjavík geta foreldrar valið sér mismunandi dvalartíma á dag, allt frá fjórum til að hámarki 9 tímum á dag, en þó aldrei fleiri en 42,5 klst. innan vikunnar frá mánudegi til föstudags.
Með vísan til þess verður frá 15. janúar 2023 reglu um 42,5 klukkustundir innan vikunnar framfylgt. Með bréfinu í dag hvetur Reykjavíkurborg foreldra til að skoða og ef við á breyta dvalartíma barna sinna á vefsíðunni www.vala.is.
Óskað er eftir að áðurgreindar breytingar verði gerðar fyrir 15. desember 2022 og taki breytingin gildi þann 15. janúar 2023. Þeir sem eru með dvalartíma umfram 42,5 klst. á viku og óska ekki eftir breytingu miðað við nýjar reglur, fá uppsögn á núverandi dvalartíma barns fyrir 1. janúar 2023.
Nýr vistunartími barns miðast þá við 42,5 klst. eða 8,5 klst. á dag frá mánudegi til föstudags og tekur gildi 1. febrúar 2023.
Samkvæmt 4. mgr. 5. gr. reglna um leikskólaþjónustu þarf að tilkynna um breytingar á dvalarsamningi með eins mánaðar fyrirvara hið minnsta og er miðað við 1. eða 15. hvers mánaðar. Þetta á bæði við um foreldra og Reykjavíkurborg, samkvæmt visir.
{loadposition nánar fréttir}