Er heils dags leikskóli eina lausnin fyrir árs gömul börn?

Er heils dags leikskóli eina lausnin fyrir árs gömul börn?

Er heils dags leikskóli eina lausnin fyrir árs gömul börn?

Að þessu spyr Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, í samtali við Morgunblaðið. Hún segir atvinnuþátttöku kvenna utan heimilis ástæðu þess að Íslendingar standi öðrum þjóðum framar í jafnréttismálum.

Tilefni viðtalsins er ákvörðun ráðamanna í Reykjavík að lækka framlög til sjálfstætt starfandi leikskóla en Margrét segir gríðarlegan rekstrarvanda íþyngja leikskólum alls staðar og þá sé erfitt að fá fólk til starfa.

Aðskilnaður ungra barna frá fjölskyldum sínum er henni hugleikinn.

„Fólk á Íslandi vinnur of mikið og of lengi; eitthvað verður undan að láta og ég auglýsi eftir betri hugmyndum, til dæmis að fólk hafi val um að senda barn á leikskóla eða að fá heimagreiðslu, eða fjölskyldugjald, frá sínu sveitarfélagi. Ég hugsa að fjölmargir myndu kjósa það enda eru ekki allar konur að hlaupa á eftir spennandi og vel launuðum störfum,“ segir Margrét.

Hún segir að sjálfsögðu eigi að vera til frábærir leikskólar en það eigi ekki að vera markmið að geyma börn á leikskólanum svo foreldrarnir geti unnið eins lengi og mögulegt er, „oftar en ekki fyrir sultarlaun“, samkvæmt visir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri