Lego kynnir bleika og pastellitaða kubba

Lego kynnir bleika og pastellitaða kubba

Kubbarnir eru bleikir og pastellitaðir. Fyrirtækið hefur einnig þróað Lego-snyrtistofur og dýrlækningamiðstöð – en þar annast dýralæknar smáhesta.

 

Piltar hafa ávallt sótt meira í vörur Lego og sækist fyrirtækið nú eftir því að heilla stúlkurnar. Um 80% seldra leikfanga hjá fyrirtækinu eru keyptar af eða fyrir pilta.

Lego hefur áður verið gagnrýnt fyrir að ýta undir staðalmyndir. Markaðsstjóri danska fyrirtækisins er þó á öðru máli. „Við erum einfaldlega að gefa stúlkum það sem þær biðja um.”

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri