Norah Jones tilbúin með nýja plötu
Platan heitir Little Broken Hearts og er unnin í samvinnu við tónlistarmanninn og upptökustjórann Danger Mouse, sem heitir réttu nafni Brian Burton.
Að því er kemur fram í bandaríska músíktímaritinu Billboard var nýja platan unnin í hljóðveri Danger Mouse í Los Angeles síðastliðið haust. Þau sömdu saman lögin á plötunni og léku sjálf á flest hljóðfærin. Hermt er að Norah Jones ætli að halda hljómleika víða til að fylgja Little Broken Hearts eftir. Hún sendi síðast frá sér plötu árið 2009, The Fall, sem hún kynnti á 74 hljómleikum víða um heim.
Tíu ár eru á þessu ári síðan Come Away With Me, fyrsta plata Jones, kom út. Hún vann til 6Grammyverðlauna, meðal annars sem plata ársins, og seldist í 20 milljónum eintaka á heimsvísu.
{loadposition nánar fréttir}