Læknar í Skotlandi hafa áhyggur af D-vitamínskorti
Rannsóknir sína að skortur á D-vítamíni veldur krabbameini og MS sjúkdóminum auk þess að slíkt stuðlar að beinaþynningu hjá börrnum.
Í umfjöllun um málið á BBC segir að óléttum konum og þeim konum sem hafa börn á brjósti sé sérsaklega hætt vegna skorts á D-vítamíni, ásamt börnum undir fimm ára aldri og eldri borgurum.
Líkaminn fær D-vítamín á náttúrulegan hátt með sólarljósi og er talið nægilegt að sólin skíni á húð viðkomandi 10 til 15 mínútur á dag.
En í Skotlandi er sólarljósið ekki nægilega öflugt fyrir utan sumarmánuðina. Á veturnar tæmast D-vítamín birgðir Skota og þá þurfa þeir að borða fæðu sem er rík af D-vítamínum eins og feitur fiskur, eða fiskolía og egg.
{loadposition nánar fréttir}