born send heim vegna manneklu

Börn send heim vegna manneklu

Ingibjörg segir skólana ekki hafa nægt fjármagn til að grípa inní ef upp komi veikindi eða vöntun á starfsfólki og því neyðist þeir til að senda börn heim til að tryggja öryggi þeirra. „Það þarf að horfast í augu við raunveruleg forföll í skólanum og hafa ráðningarheimild þar á móti.“ Hún segir að því miður bitni þetta á leikskólastarfinu.  „Þetta bitnar á gæðunum.“

Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri á leiksskólasviði Reykjavíkurborgar, segir að til að bregðast við vandanum þegar hann komi upp hafi leikskólastjórar leyst af starfsfólk á  deildunum, eða að kallað hafi verið út lausafólk sem sinni afleysingastörfum. Það hafi ekki dugað í þetta skipti en ávallt sé reynt að koma til móts við börnin.

Enn er óráðið í nokkrar stöður innan leikskólanna. Varaformaður félags leikskólakennara segir svekkjandi að sjá hversu fáar umsóknir berist leiksskólunum þrátt fyrir atvinnuleysi. Byrjunarlaun leikskólakennara sem lokið hefur háskólamenntun á sviðinu er 247 þúsund krónur á mánuði.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

 

 

 

 

 

 

oli
Author: oli

Vefstjóri