Jákvæð reynsla af Barnahúsum
Skiptar skoðanir hafa verið um hvort heppilegt sé að nota Barnahús við yfirheyrslur í kynferðisbrotamálum og hefur dómstóla og barnaverndaryfirvöld greint á um þetta.
Barnahús var opnað í nóvember 1998. Markmið þess er að skapa vettvang fyrir samstarf og samhæfingu stofnana sem bera ábyrgð á rannsókn og meðferð mála er varða kynferðisbrot gegn börnum. Önnur Norðurlönd hafa einnig sett á laggirnar slík hús og var íslenska Barnahúsið fyrirmynd þeirra.
„Í Svíþjóð eru nú um það bil 30 Barnahús en árið 2006 hófst tilraunaverkefnið og þá voru húsin aðeins á sex stöðum. Í Svíþjóð hefur þróunin því verið mjög hröð,“ segir Susanna Johansson, félagsfræðingur.
Susanne segir að þótt ekki hafi verið hægt að mæla árangur Barnahúsanna þá sé reynslan jákvæð. „Þrátt fyrir það er þetta afar jákvætt framtak sem vekur athygli á málinu. Það tekur bara tíma að þróa þetta,“ segir Susanna.
„Þessari hugmyndafræði hefur verið tekið mjög vel. Við sjáum kannski ákveðna spennu milli réttarkerfisins og Barnahússins en ég get ekki séð annað en að þetta sé að lukkast mjög vel annars staðar á Norðurlöndunum,“ segir Helgi Gunnlaugsson prófessor, samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}