Íslensk hjón bíða eftir barni í Kólumbíu

Íslensk hjón bíða eftir barni í Kólumbíu

 

Hjónin fóru til Kólumbíu í lok síðasta árs til að sækja barn sem tilkynnt hafði verið að þau gætu ættleitt.
Íslendingar hafa áður ættleitt börn frá Kólumbíu án vandkvæða.

Málið nú hefur hins vegar tafist mánuðum saman hjá héraðsdómstóli í Kólumbíu þar sem endurtekið er kallað eftir frekari gögnum, og málið ekki afgreitt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er einsdæmi að mál tefjist þetta lengi. Algengt er að verðandi foreldrar dvelji í um tvær til fjórar vikur í því landi sem þeir fara til vegna ættleiðinga.

Hjónin hafa nú dvalið í Kólumbíu þessa rúmu fjóra mánuði, þar sem þau greiða sjálf fyrir allt uppihald.

Það var ekki fyrr en á síðustu vikum sem þau leituðu á náðir íslenskra yfirvalda, og hefur innanríkisráðuneytið nú skrifað kólumbískum yfirvöldum þar sem þau eru hvött til að ljúka afgreiðslu málsins, vegna þess hversu mjög það hefur dregist.

Ekki hefur borist svar frá Kólumbíu, en innanríkisráðherra vill ekki tjá sig um málið að sinni.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri