Íslensk fyrirsæta gerir það gott
Þar sem kosið var um hvaða fyrirsæta hefði staðið sig best á sýningapöllunum þegar hausttískan var kynnt í London.
Kolfinna, sem sýndi fyrir hönnuðinn Jonathan Saunders, fékk 42 prósent atkvæða. Næst á eftir henni var Cara Delevingne og í þriðja sæti breska fyrirsætan Jourdan Dunn. Hægt er að skoða úrslitin hér.
Kolfinna hafnaði í öðru sæti í Ford fyrirsætukeppninni í fyrra og hefur gert það gott síðan þá. Hún hefur verið á samningi frá Eskimo Models en skrifaði í fyrra undir samning við Next, eina stærstu fyrirsætuskrifstofu Bretlands. Síðustu vikurnar hefur Kolfinna verið áberandi á sýnigapöllunum á tískuvikunum sem haldnar eru víða um heim. Í New York sýndi hún fyrir Marc Jacobs og nú síðast sýndi hún fyrir ítalska tískuhúsið Versace í Mílanó, samkvæmt ruv.
Hér má sjá viðtal ítalska Vogue við Kolfinnu.
{loadposition nánar fréttir}