Veita hjálp í barnauppeldinu
Þar geta foreldrar fengið lausn á vandamálum er tengjast uppeldi barna sinna í gegnum símalínu – og jafnvel fengið aðstoð heim í stofu.
Fjölskyldulínan er nýtt fyrirtæki á Akureyri sem veita mun foreldrum aðstoð í uppeldishlutverkinu. Að sögn Soffíu Gísladóttur, uppeldis- og menntunarfræðings, mun fyrirtækið veita aðstoð í stóru sem smáu, til að mynda með námskeiðahaldi og með rekstri símalínu og gagnvirkrar heimasíðu. „Það nýja við þetta er kannski það að þarna geturðu leitað á einn stað og þarna yrði í raun upplýsingagrunnur um alla flóruna, þannig að allt um uppeldi yrði á einum stað.“
Soffía segir að foreldrar geti leitað til Fjölskyldulínunnar af minnsta tilefni en miðstöðin er hugsuð sem bakland fyrir foreldra í uppeldinu. Áætlað er að Fjölskyldulínan verði opnuð á sumardaginn fyrsta en fyrirtækið var eitt af fjölmörgum verkefnum sem kynnt voru á nýliðinni atvinnu-og nýsköpunarhelgi á Akureyri. „Það hafa komið upp allskonar hugmyndir um helgina á þessari frábæru nýsköpunarhelgi. Um til dæmis svona eins og við köllum það á ensku, „supernanny“, eins og í sjónvarpsþáttunum. Getum við verið með einstaklinga sem fara til dæmis heim til fólks?“ samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}