Íslendingar kaupa sífellt minna af fötum
Í maí dróst verslunin saman um 5% miðað við sama mánuð síðasta árs. Í apríl var samdrátturinn 13%. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka.
Skýringin virðist að einhverju leyti felast í því að fataverslun hafi færst til útlanda í kjölfar hrunsins. Auk þess má jafnvel draga þá ályktun að fólk nýti fötin sín betur í dag.
Að öðru leyti hefur velta í dagvöruverslun aukist uppá síðkastið, til að mynda um 2,5% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Sala áfengis jókst um ein 7,8%. Mesta aukningin var í verslun með rúm eða um tæp 18%. Þetta er heldur meiri vöxtur en verið hefur í sölu dagvöru að meðaltali undanfarna 12 mánuði, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}