Ís gerður úr brjóstamjólk
Ísgerðarmeistari veitingastaðarins auglýsti eftir mjólkinni á vefsíðu fyrir nýbakaðar mæður og samdi við fimmtán konur um að kaupa af þeim mjólkina næstu vikur.
Hann segir allar konurnar hafa gengist undir læknispróf til að tryggja að þær séu heilbrigðar. Þá er mjólkin fitusprengd áður en hún er notuð í ísframleiðsluna. Ísinn hefur hlotið nafnið Baby Gaga og ein skál kostar rúmar tvö þúsund og fimm hundruð krónur.
Ísgerðarmeistarinn segir að vissulega hafi margir grett sig þegar þeir heyrðu hugmyndina en hann líti sjálfur svo á að fyrst mjólkin sé nógu góð fyrir börnin okkar hljóti hún líka að vera nógu góð fyrir fullorðna fólkið.
{loadposition nánar fréttir}