hótað að vera sett á lista Interpol

Hótað að vera sett á lista Interpol

Skuldin hefur verið sett í innheimtu og fá þau daglega símtöl þar sem þeim er hótað handtöku ef þau ekki borga.

 Systurnar Gabríella Kamí og Anika Rós, sem eru ellefu og níu ára gamlar, hafa glímt við mikil veikindi allt sitt líf en skömmu eftir að þær fæddust voru þær greindar með hið sjaldgæfa Goldenhaar heilkenni.

Þær hafa í gegn um árin sótt læknisþjónustu til Boston en Pressan greindi fyrst frá þeim hörðu innheimtuaðgerðum sem gripið hefur verið til.

„Eftir því sem tíminn líður á ég ekki þessa peninga. Mér hefur verið hótað að vera sett á lista yfir fjárglæframenn hjá Interpol. Svo hefur mér verið hótað að ég yrði sótt hingað til lands,” segir Hildur Arnardóttir, móðir þeirra Gabríellu og Aníku.

Á sínum tíma skipaði heilbrigðisráðherra vinnuhóp til að fjalla um mál Gabríellu og Aníku. Hildur segir að úrskurðarnefnd hafi samþykkt að sá hluti skuldarinnar, sem nú er í innheimtu, yrði greiddur af íslenska ríkinu eins og um aðgerð framkvæmda hér á landi væri að ræða. Síðar hafi komið í ljós að ekki var heimild fyrir þessari samþykkt úrskurðarnefndar.

Hildur segist reyna að þrýsta á um svör frá velferðarráðuneytinu.

„En það er ekkert að gerast og það skiptir ekki máli hvern ég hringi í,” segir Hildur að lokum.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

 

oli
Author: oli

Vefstjóri