hertar-reglur-um-barnafot

Hertar reglur um barnaföt

Leiðbeiningarreglur fyrir búðir þar sem barnaföt eru seld voru kynntar á mánudag.

Breskir kaupmenn eru nú hvattir til að skrifa undir leiðbeiningarreglurnar, en samkvæmt þeim eiga vörur sem eiga að gera börn kynþokkafyllri ekki erindi í búðarhillurnar. Samtök breskra smásala gáfu reglurnar út, en á sama tíma kom út skýrsla nefndar bresku ríkisstjórnarinnar sem fjallaði um markaðsetningu og kynlífsvæðingu barna. Nefndin var stofnuð vegna mikillar óánægju með að til dæmis blúndunærföt, fylltir brjóstahaldarar, skór með háum hælum og bolir með tvíræðum skilaboðum hafa víða verið til sölu fyrir ung börn.

Í leiðbeiningarreglunum segir að nærföt eigi að vera við hæfi barna. Þvengir séu til dæmis ólíðandi. Þá eigi hælar ekki að vera hærri en tveir og hálfur sentímetri. Á meðal verslana sem hafa skrifað undir reglurnar eru Next, Marks & Spencer og Tesco.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri